Kvyat með flest refsistigin

Haldi Daniil Kvyat sig á mottunni í sumar fækkar stigum …
Haldi Daniil Kvyat sig á mottunni í sumar fækkar stigum hans í Búdapest, AFP

Daniil Kvyat hjá Toro Rosso yfirgaf Mónakó með fleiri refsistig í vasanum en nokkur annar ökumaður. Bætti hann við sig þremur þar með ákeyrslu á Kevin Magnussen hjá Renault.

Hljóti ökumaður samtals 12 refsistig á 12 mánaða tímabili fer hann sjálfkrafa keppnisbann upp á eitt mót.

Hljóti ökumaður að sama skapi þrisvar sinnum refsingu á sömu vertíðinni er hver hefur í för með sér þrjú refsistig færist hann sjálfkrafa aftur um 10 sæti á rásmarki.

Er Kvyat með sjö stig í sarpinum fyrir atvik í Sotsíj og Mónakó í ár og Búdapest í fyrra. Er með öðrum orðum fimm stigum frá keppnisbanni. 

Marcus Ericsson hjá Sauber, Max Verstappen hjá Red Bull og Valtteri Bottas hjá Williams eru hver um sig með sex stig. Með fjögur stig eru Romain Grosjean hjá Haas, Nico Hülkenberg hjá Force India og Pascal Wehrlein hjá Manor. Hlaut sá síðastnefndi öll þessi stig í Mónakó. Tvö stig Grosjean detta dauð niður í Montreal um helgina og öll þrjú stig Vettels.

Með þrjú stig hvor eru svo Sebastian Vettel og Kimi Räikkönen hjá Ferrari. Aðrir eru með minna en engin refsistig hafa verið dæmd á þá Daniel Ricciardo, Nico Rosberg, Sergio Pérez, Felipe Massa, Jenson Button og Jolyon Palmer.


Daniil Kvyat í Barcelona.
Daniil Kvyat í Barcelona. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert