Ricciardo stefnir á sigur

Daniel Ricciardo á ferð í Monza fyrir 10 dögum.
Daniel Ricciardo á ferð í Monza fyrir 10 dögum. AFP

DanielRicciardo  hjá Red Bull er á því að hann muni geta keppt til sigurs í kappakstrinum í Singapúr á sunnudag. Hann segir þó enga pressu á liðinu vegna þessa.

Ricciardo hefur ekki hrósað sigri í yfir tvö ár en missti þó af sigri í kappakstrinum í Mónakó í vor er liðið klúðraði dekkjastoppi hans. Við þau mistök náði Lewis Hamilton hjá Mercedes forystunni.

Ricciardo varð annar í fyrra í Singapúr á eftir Sebastian Vettel hjá Ferrari. Mercedesliðið átti þar í basli með bíla sína og almennt er talið að brautin henti betur bílum Red Bull en annarra liða.

Ricciardo er á því að það hjálpi honum frekar hversu bíll hans hefur tekið miklum framförum frá í vor. "Um helgina fær ég gott tækifæri til að landa þeim sigri sem ég hef stefnt svo mikið á í ár.

Sem stendur er Ricciardo þriðji í keppninni um heimsmeistaratitil ökumanna og með 18 stiga forskot á Vettel sem er fjórði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert