Perez framlengir út 2017

Sergio Perez á ferð í kappakstrinum í Sepang í dag.
Sergio Perez á ferð í kappakstrinum í Sepang í dag. AFP

Sergio Perez staðfesti nú síðdegis, að hann hafi framlengt ráðningarsamning sinn hjá Force India út næsta ár, 2017.

Perez hafði í sumar verið orðaður við hugsanlega för til Renault en nú hefur hann ákveðið að vera um kyrrt hjá Force India.

„Ég er mjög hamingjusamur hér og hef góðar tilfinningar gagnvart framtíðinni hjá liðinu. Við höfum náð miklum framförum síðustu tvö árin og ég er sannfærður um að við getum gert enn betur. Mannskapurinn þekkir mig og það er mikilvægt að búa við stöðugleika, ekki síst vegna mikilla breytinga á tæknireglum sem koma til framkvæmda á næsta ári,“ sagði Perez í kvöld.

Sergio Perez verður áfram hjá Force India á næsta ári, …
Sergio Perez verður áfram hjá Force India á næsta ári, 2017. AFP
Sergio Perez verður áfram hjá Force India.
Sergio Perez verður áfram hjá Force India. AFP
mbl.is