Magnussen refsað

Magnussen (t.h.) á hér í rimmu við Max Verstappen hjá …
Magnussen (t.h.) á hér í rimmu við Max Verstappen hjá Red Bull í Austin. AFP

Danska ökumanninum Kevin Magnussen var gerð refsing fyrir að taka fram úr Daniil Kvyat utan brautar í bandaríska kappakstrinum í Austin.

Fimm sekúndum var bætt við aksturstíma Danans sem hafði í för með sér sætaskipti þeirra, þ.e. í úrslitunum telst  að Kvyat hafi komið á undan í mark.

Magnussen komst upp í ellefta sætið við framúraksturinn sem átti sér stað í tólftu beygju brautarinnar undir lok kappakstursins. Í leiðinni fór hann rúmlega full utarlega og þar sem bíllinn var augnablik allur utan brautar í sókninni var Dananum veitt framangreind refsing.

Þar sem 4,3 sekúndur munaði i á þeim Kvyat í endamarkinu fellur Magnussen aftur niður í tólfta sæti.

Kevin Magnussen berst fyrir sæti sínu hjá Renault.
Kevin Magnussen berst fyrir sæti sínu hjá Renault. AFP
Framtíð Kevin Magnussen hjá Renault er í óvissu.
Framtíð Kevin Magnussen hjá Renault er í óvissu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert