Palmer hjá Renault 2017

Jolyon Palmer ekur áfram fyrir Renault á næsta ári, 2017.
Jolyon Palmer ekur áfram fyrir Renault á næsta ári, 2017. AFP

Breski nýliðinn Jolyon Palmer verður áfram ökumaður Renault á næsta ári með Nico Hülkenberg sem liðsfélaga. Þetta þýðir að Daninn Kevin Magnussen þarf að leita á önnur mið ætli hann sér að halda velli í formúlu-1.

Mögulegt þykir að Magnussen fari til bandaríska liðsins Haas og gerist þar liðsfélagi Romain Grosjean.

Meðal ökumanna sem þóttu til álita af hálfu Renault á næsta ári var ungi Frakkinn Esteban Ocon. Hann er hins vegar sagður á leið til Force India samkvæmt ýmsum heimildum. 

Jolyon Palmer er 25 ára gamall og hefur sótt í sig veðrið eftir því sem liðið hefur á keppnistíðina. Vann hann sín fyrstu stig í keppni er hann kom í mark í Sepang í Malasíu í tíunda sæti.

Jolyon Palmer á heiðurshring fyrir kappaksturinn í Mexíkó.
Jolyon Palmer á heiðurshring fyrir kappaksturinn í Mexíkó. AFP
Jolyon Palmer hefur vaxið ásmeginn eftir því sem liðið hefur ...
Jolyon Palmer hefur vaxið ásmeginn eftir því sem liðið hefur á vertíðina. AFP
mbl.is