Gutierrez staðfestir brottför

Esteban Gutierrez með hatt við hæfi fyrir Mexókókappakstrinum.
Esteban Gutierrez með hatt við hæfi fyrir Mexókókappakstrinum. AFP

Esteban Gutierrez staðfesti í dag, að hann myndi ekki keppa fyrir Haas liðið á næsta ári. Sögur segja að Kevin Magnussen komi í hans stað en hann verður ekki lengur hjá Renault en út yfirstandandi vertíð.

Gutierrez keppti fyrir Sauber í formúlu-1 2013 og 2014 en gerðist síðan þróunar- og varaökumaður Ferrari. Sneri hann aftur til keppni í ár með Haas. Honum hefur ekki enn tekist að vinna stig í keppni.

Mexíkóski ökumaðurinn kveðst vonast til að geta fljótlega skýrt hvað framtíðin beri í skauti sér. Aðeins eru eftir laus sæti í tveimur liðum, Sauber og Manor.
 

Esteban Gutierrez á heimavelli í Mexíkó.
Esteban Gutierrez á heimavelli í Mexíkó. AFP
Esteban Gutierrez á ferð á heimavelli í Mexíkó.
Esteban Gutierrez á ferð á heimavelli í Mexíkó. AFP
Esteban Gutierrez á heimavelli í Mexíkó.
Esteban Gutierrez á heimavelli í Mexíkó. AFP
Esteban Gutierrez á ferð á Haas-bílnum á heimavelli í Mexíkó.
Esteban Gutierrez á ferð á Haas-bílnum á heimavelli í Mexíkó. AFP
mbl.is