Ericsson áfram hjá Sauber

Marcus Ericsson keppir áfram fyrir Sauber 2017.
Marcus Ericsson keppir áfram fyrir Sauber 2017. AFP

Marcus Ericsson verður áfram ökumaður Sauber í formúlu-1 á næsta ári, 2017. Verður það þriðja keppnistíð hans með liðinu og hið fjórða í íþróttinni.

Ericsson hóf feril sinn í formúlunni hjá Caterhamliðinu 2014 en gekk svo ári seinna í raðir Sauber. Vann hann níu stig í keppni í fyrra og varð 18. í keppninni um heimsmeistaratign  ökumanna.

Hann hefur hins vegar ekki unnið stig frá í Ítalíukappakstrinum í Monza í fyrra, sem endurspeglar hversu bíll Sauber hefur dregist aftur úr öðrum.

Marcus Ericsson á Saubernum í kappakstrinum í Mexíkóborg.
Marcus Ericsson á Saubernum í kappakstrinum í Mexíkóborg. AFP
mbl.is