Hamilton hafði betur

Fyrstu þrír eftir tímatökuna í Abu Dhabi, (f.v.) Nico Rosberg, …
Fyrstu þrír eftir tímatökuna í Abu Dhabi, (f.v.) Nico Rosberg, Lewis Hamilton og Daniel Ricciardo. AFP

Lewis Hamilton hjá Mercedes var í þessu að vinna ráspól lokamóts keppnistíðarinnar í Abu Dhabi. Félagi hans Nico Rosberg varð annar og þriðja rástaðinn hreppti Daniel Ricciardo hjá Red Bull sem breytti allt annarri dekkjataktík. 

Slagurinn um ráspólinn stóð milli Mercedesmanna en ökumenn Red Bull og Ferrari háðu alla tímatökuna keppni um sæti tvö til sex á rásmarki. Á endanum varð Kimi Räikkönen og Sebastian Vettel hjá Ferrari urðu í fjórða og fimmta sæti og Max Verstappen hjá Red Bull sjötti.

Óhætt er að segja að Hamilton hafi ráðið ferðinni alla tímatökuna því í öllum lotunum þremur ók hann hraðast og jók ferðina í hverri þeirra.

Það vekur og óneitanlega forvitni að ökumenn Red Bull komust áfram úr annarri lotu í þá þriðju á ofurmjúku dekkjunum, sem eru ekki eins hröð og mjúkdekk allra hinna en aftur á móti endingarmeiri. Nái þeir að komast fram úr keppinautum í ræsingunni og fyrsta hring koma þeir til með að standa mjög vel að vígi í kappakstrinum, hvað mögulegan sigur varðar.

Í sætum sjö til tíu urðu svo Nico Hülkenberg og Sergei Peres hjá Force India, Fernando Alonso hjá McLaren og Felipe Massa hjá Williams, en þetta var síðasta tímataka á ferli hans í formúlu-1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert