Häkkinen aftur til McLaren

Mika Häkkinen varð heimsmeistari ökumanna í formúlu-1 árin 1998 og …
Mika Häkkinen varð heimsmeistari ökumanna í formúlu-1 árin 1998 og 1999.

Mika Häkkinen er aftur á leið til McLarenliðsins. Þó ekki sem ökumaður heldur sem sendiherra liðsins er kemur fram fyrir það og sportbíladeild fyrirtækisins opinberlega.

Häkkinen varð á sínum tíma heimsmeistari ökumanna í formúlu-1, eða árin 1998 og 1999. Ók hann fyrir liðið á árunum 1993 til 2001 og vann 20 mótssigra.

„Ég hef alltaf litið á McLaren sem mitt heimili og allt starfsliðið á enn mjög stórt pláss í hjarta mínu,“ segir Häkkinen í tilefni nýju ráðningarinnar.

Hann bætir við að vitaskuld hafi undanfarin ár ekki verið létt en segist hafa fulla trú á að liðið komist aftur í fremstu röð; það sé bara spurning um hvenær, en ekki hvort. Kveðst hann munu leggja sitt af mörkum til að svo megi verða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert