Perez krækti í fyrstu sektina

Sergio Perez á ferð á fyrri æfingu dagsins í Melbourne.
Sergio Perez á ferð á fyrri æfingu dagsins í Melbourne. AFP

Sergio Perez hjá Force India hlaut þann heiður, ef svo skyldi kalla, að vera fyrsti ökumaður vertíðarinnar til að hljóta hraðasekt.

Ók hann aðeins yfir hámarkshraða á fyrri æfingunni í Melbourne. Fór hann um bílskúrareinina á 61,6 km/klst ferð eða 1,6 km/klst of hratt.

Fyrir þetta akstursbrot var Perez sektaður um 200 evrur, um 24.000 krónur.

Vegna sérstakra aðstæðna í brautinni er 60 km hámarkshraði við lýði í bílskúrareininni í Melbourne, Mónakó og Singapúr. Í öðrum mótum er leyfilegur hámarkshraði í reininni 80 km/klst.

Sergio Perez í bíl sínum fyrir aksturslotu á fyrri æfingu …
Sergio Perez í bíl sínum fyrir aksturslotu á fyrri æfingu dagsins í Melbourne. AFP
mbl.is