Brawn vill bara bestu ökumennina

Ross Brawn (l.t.v.) heimsótti bílskúr Mercedes í Melbourne en þar …
Ross Brawn (l.t.v.) heimsótti bílskúr Mercedes í Melbourne en þar hitti hann gamla samstarfsmenn, Toto Wolff (t.h.) og Niki Lauda (fyrir miðju). AFP

 Ross Brawn, formúlustjórinn nýi, vill aðeins sjá bestu ökumenn heims hverju sinni sem keppendur í formúlu-1. Það þýði í hans huga að fá að sjá fleiri ökumenn á borð við Max Verstappen.

„Verstappen er augljóslega spennandi partur af formúlu-1,“ segir Brawn. Hann segir slag þeirra félaganna hjá Red Bull hafa hrifið sig í fyrra. „Það er frábær glíma í gangi hjá Red Bull milli  Verstappen og Daniel Ricciardo.

Draumurinn er að fá fleiri ökumenn eins og  Verstappens í formúluna. Ekki misskilja mig, það er góður standard á ökumönnunum í formúlu-1, en væru ekki til staðar viðskiptalegir hagsmunir einstakra liða þá gæti standardinn verið enn hærri,“ segir Brawn einnig. Hann sagði lausnina felast í því að gera liðunum óþarft að verða sér úti um ökumenn sem kæmu með verulegt styrktarfé með sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert