Talsvert bil að brúa

Max Verstappen segir að Red Bull liðið þurfi að brúa „tiltölulega stórt bil“ ætli það sér að keppa við topplið Ferrari and Mercedes í ár.

Verstappen var 1,3 sekúndum lengur með tímatökuhring sinn en Lewis Hamilton í Melbourne. Í kappakstrinum hélt hann fimmta sætinu en dróst meira og meira aftur úr fremstu mönnum. Yfir marklínuna ók hann næstum hálfri mínútu á eftir sigurvegaranum Sebastian Vettel.

„Bilið er umtalsvert í [Ferrari og Mercedes]. Ég er sannfærður um að við munum minnka það í komandi mótum niður fyrir eina sekúndu. Síðan skulum við bíða og sjá hvað gerist þegar við fáum umfangsmiklar uppfærslur í vélinni.“ Við þurfum meiri vængpressu og betri rásfestu. Og við þurfum meira afl,“ segir Verstappen.

Verstappen kveðst álíta að kappaksturinn í Sjanghæ í Kína um helgina muni gefa betri mynd af stöðu liðanna og getu bíla þeirra en í Melbourne fyrir tæpum hálfum mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert