Númerin sjást betur

77BOT á ugganum upp úr kæliturni bíl Valtteri Bottas ætti …
77BOT á ugganum upp úr kæliturni bíl Valtteri Bottas ætti að auðvelda áhorfendum að sjá hver þar er á ferð.

Mercedesliðið hefur komið til móts við óskir um að auðkenna keppnisbílana betur svo áhorfendur eigi auðveldar með að átta sig á því hver er á ferð.

Fyrir Spánarkappaksturinn í Barcelona hefur númer ökumanna liðsins verið málað storum stöum á kæliturn vélarhússins og undir því BOT eða HAM eftir því hvort um er að ræða bíl Valtteri Bottas eða Lewis Hamiltons.

Þetta er og í samræmi við nýjar kröfur yfirvalds formúlu-1. Því má búast við ámóta merkingum á bílum annarra liða á næstunni. Ekki síst vegna þess að formúluyfirvaldið hefur ákveðið að knýja á um það af hörku. 

Sömuleiðis hefur Mercedes breytt litnum á númer Bottas úr rauðum í bláan, allt til að auðvelda áhorfendum að lesa það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert