55. mótssigur Hamiltons

Lewis Hamilton hjá Mercedes var í þessu að vinna Spánarkappaksturinn í Barcelona eftir mikla rimmu frá fyrsta hring til þess síðasta við Sebastian Vettel hjá Ferrari. Þriðji varð Daniel Ricciardo hjá Red Bull.

Sigurinn er sá 55. á ferli Hamiltons og með honum minnkaðio hann forskot Vettels í keppninni num heimsmeistaratitil ökumann. Báðir hafa unnið tvö mót hvor af fystu fimm en Vettel hefur betri stigatölu með því að vera alltaf á verðlaunapalli.

Kimi Räikkönen hjá Ferrari féll úr leik í fyrstu beygju eftir samstuð fyrst við landa sinn Valtteri Bottas hjá Mercedes og svo Max Verstappen hjá Red Bull. Þeir tveir síðastnefndu voru úr leik á fyrsta hring og síðan bræddi vélin úr sér hjá Bottas um miðbik  kappakstursins.

mbl.is