McLaren áfram með Honda

McLaren á ferð.
McLaren á ferð. AFP

Zak Brown, æðsti stjórnandi McLaren, segir pottþétt að liðið muni halda áfram samstarfi við japanska bílsmiðinn Honda út árið 2018. Kvað hann þar með niður orðróm þess efnis að McLaren væri að  reyna fá vélar í bíla sína hjá Mercedes.

McLaren brúkaði Mercedes vélar á árunum 1995 til 2014, en sneri aftur til samtarfs við Honda fyrir 2015 keppnistíðina. Við japanska fyrirtækið átti McLaren sigursælt samstarf áður fyrri er gaf af sér átta heimsmeistaratitla.

Annað hefur verið uppi á teningunum frá 2015 og enn eru Hondavélarnar rýrar að afli og endingu. Það sem af er ári er McLaren eina liðið sem ekki hefur unnið stig í mótum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert