Alonso valinn nýliði ársins

Fernando Alonso í forystu í kappakstrinum í Indianapolis.
Fernando Alonso í forystu í kappakstrinum í Indianapolis. AFP

Þrátt fyrir að hafa fallið úr leik þegar 20 hringir af 200 voru eftir í Indy 500 kappakstrinum var Fernando Alonso valinn nýliði mótsins í ár.

Alonso hreif dómnefnd með frammistöðu sinni bæði í tímatökunni og í kappakstrnum sjálfum en þar var hann allan tímann í keppni um allra fremstu sætin.

Viðurkenningunni fylgir 50.000 dollara ávísun sem kemur til viðbótar 305.805 dollara verðlaunafé.  Samtals fór Alonso því með 355.805 dollara heim frá kappakstrinum í Indianapolis.

Mest verðlaunafé kom í hlut sigurvegarans Takuma Sato eða 2.458.129 dollarar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert