Hamilton hafði betur gegn Bottas

Lewis Hamilton átti sérdeilis góðan lokahring í tímatökunni í Bakú sem var að ljúka í þessu. Hreppti hann ráspólinn fyrir framan nefið á liðsfélaga sínum Valtteri Bottas. Þriðji varð Kimi Räikkönun hjá Ferrari.

Hamilton ók best á 1:40,593 mínútum, Bottas á 1:41,027 og Räikkönen á 1:41,693 mín., eða rúmri sekúndu á eftir Hamilton.

Sebastian Vettel hjá Ferrari varð fjórði, rúmlega tíunda úr sekúndu á eftir félaga sínum Räikkönen.

Í sætum fimm til tíu urðu - í þessari röð - Max Verstappen hjá Red Bull, Sergio Perez og Esteban Ocon hjá Force India, Lance Stroll og Felipe Massa hjá Williams og Daniel Ricciardo hjá Red Bull.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert