Dennis losar sig við McLaren

Ron Dennis uppgötvaði Lewis Hamilton á sínum tíma og var …
Ron Dennis uppgötvaði Lewis Hamilton á sínum tíma og var um skeið liðsstjóri hans. ap

Ron Dennis hefur formlega skorið á öll bönd við McLarenliðið sem hann stofnaði á sínum tíma. Hefur hann selt öll hlutabréf sín í fyrirtækinu sem rekur annars vegar formúluliðið og hins vegar sportbílasmiðju.

Dennis segist hafa náð samkomulagi um bréfasöluna við sameigendur sína á McLaren Technology Group og McLaren Automotive. Hann stýrði liðinu og fyrirtækjunum um 35 ára skeið en varð undir í valdabaráttu í fyrra, 2016.

Seldur Dennis bréfin McLaren Group, nýju eignarhaldsfélagi McLaren Technology Group og  McLaren Automotive.

Meirihlutaeigendur McLaren Group verða eignarhaldsfélag í Barein, Mumtalakat Holding Company og TAG Group. Sjeik að nafni Mohammed bin Essa Al Khalifa verður starfandi stjórnarformaður.

Dennis varð sjötugur í síðasta mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert