Ricciardo hélt toppsætinu

Daniel Ricciardo hjá Red Bull ók einnig hraðast á seinni æfingu dagsins í Búdapest sem þeirri fyrri í morgun. Nú voru næstir honum Sebastian Vettel hjá Ferrari og Valtteri Bottas hjá Mercedes.

Ricciardo var 0,2 sekúndum fljótari með hringinn en Vettel og sá var aðeins 18 hundruðustu úr sekúndu fljótari í förum en Bottas.  

Í sætum fjögur til tíu - í þessari röð - urðu Kimi Räikkönen hjá Ferrari, Lewis Hamilton hjá Mercedes, Max Verstappen hjá Red Bull, Nico Hülkenberg hjá Renault, Fernando Alonso hjá McLaren, Carlos Sainz hjá Toro Rosso og Stoffel Vandoorne hjá McLaren.

mbl.is