Sauber með nýjan botn

Bílar Sauber verða með nýrri botnplötu í kappakstrinum í Spa um helgina og er þess vænst að það skili hraðskreiðari og öflugri bíl.

Sauber hefur aðeins einu sinni í síðustu sex mótum komið bíl í aðra lotu tímatöku. Í þremur af þessum mótum enduðu Pascal Wehrlein og Marcus Ericsson í 19. og 20. sæti, en aftar verður ekki komist.

Sauber tók í notkun nýja yfirbyggingu og endurhannað kælikerfi í síðasta kappakstri, í Búdapest í Ungverjalandi. Hefur verið haft eftir Ericsson að það hefði ekki leitt til ætlaðra framfara. Bæði hann og Wehrlein urðu að sætta sig við að Sebastian Vettel varða tveimur hringum á undan þeim í mark.

Sauber hefur aðeins tvisvar átt bíl í stigasæti í ár en Wehrlein varð áttundi í mark í Barcelona og tíundi í Evrópukappakstrinum í Bakú í Azerbaíjan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert