Hamilton vill titilinn með sigri í Mexíkó

Lewis Hamilton á góða möguleika á að landa heimsmeistaratitli ökumanna í formúlu-1 í kappakstri helgarinnar í Mexíkó.

Mikil sigling hefur verið á Hamilton og Mercedesbílnum hans eftir sumarhlé formúlunnar. Nýtur hann nú 66 stiga forskots á Sebastian Vettel þegar aðeins þrjú mót eru eftir. Hefur Ferrarifákurinn ítrekað brugðist Vettel í lokaslagnum.

Hefur Hamilton unnið fimm síðustu mótin af sex og þarf aðeins að klára kappaksturinn í Mexíkó með 50 stiga forskoti á Vettel til að landa titlinum á sunnudag. Alls hefur hann unnið níu kappakstra og Vettel fjóra.

Til að tryggja sér titilinn þarf Hamilton einungis að vera í einhverju af fimm fremstu sætunum á endamarki, alveg óháð gengi Vettel. Ferrariþórinn þarf að vinna kappaksturinn eða verða annar til að halda titilvonandi lifandi. Jafnvel þriðja sætið dygði en þá að því tilskildu að Hamilton fái ekki stig.

Þrisvar áður hefur titilinn ráðist í Mexíkókappakstrinum. John Surtees tók titilinn þar 1964, Denny Hulme 1967 og Graham Hill 1968. Til að hampa titlinum á sunnudag þarf Hamilton að verða meðal fimmfyrstu, eða milli sjötta og níunda sæti að því tilskildu að Vettel komi ekki fyrstur í mark. Honum dugar einnig að verða í tíunda sæti eða aftar fari svo að Vettel verði ekki í fyrsta eða öðru sæti í mark. Loks verður hann meistari klári Vettel ekki í tveimur fremstu sætum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert