Salo barst líflátshótun

Mika Salo keppti fyrir Ferrari 1999.
Mika Salo keppti fyrir Ferrari 1999.

Mika Salo hefur skýrt frá því að honum hafi verið hótað lífláti vegna refsingar Max Verstappen í bandaríska kappakstrinum. Finnski ökumaðurinn fyrrverandi var einn dómaranna í Austin.

Á síðasta hring kappakstursins tók Verstappen fram úr Kimi Räikkönen á Ferrari í 16. beygju og komst upp í þriðja sæti, eftir þann afburða árangur að vinna sig upp á við eftir að hafa startað í 17. sæti.

Framúraksturinn reyndist hins vegar með þeim ágalla að Verstappen fór með öll fjögur hjól bílsins vel inn fyrir brautina. Með því hafði hann lotið ólögmæts ávinnings með framúrtökunni og var refsað með því að 5 sekúndum var bætt við lokatíma hans og með því sendur aftur niður í fjórða sæti.
Sjálfur ærðist Verstappen yfir ákvörðun dómaranna - Radovan Novak, Mika Salo og Garry Connelly- og kallaði þá illum nöfnum. 

Deila vegna dómsins hefur nú komist á nýtt stig eftir að Salo, sem keppti í formúlu-1 1994 til  2002, skýrði frá óþverra sem honum og öðrum dómurum hefur borist eftir kappaksturinn frá hollenskum aðdáendum Verstappen.

„Hótanir gegn dómendum mega ekki líðast,“ segir Salo og segir að refsing Verstappen hafi verið í samræmi við reglur. „Þær kveða klippt og klárt á um að njóti ökumaður ávinnings af framferði sínu beri honum refsing.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert