Magnussen þarf í skoðun

Danski ökumaðurinn Kevin Magnussen hjá Haas þarf að gangast undir læknisskoðun fyrir þriðju æfingu Mexíkókappakstursins í da vegna lasleika í gær.

Magnussen setti aðeins 17. besta tíann í gær og kvartaði undan lasleika. Fór hann fram á að mega sleppa ökumannafundi eftir æfingar gærdagsins vegna krankleika og fékk heimild til þess.

Í tilkynningu frá læknum kappakstursins í Mexíkó segir, að vegna þessa þurfi Magnussen að mæta til læknisskoðunar vel fyrir þriðju æfinguna, sem fram fer síðdegis í dag.

Haas hefur sett reynsluökumanninn Antonio Giovinazzi í viðbragðsstöðu en hann tók þátt í fyrri æfingu gærdagsins á bíl Romain Grosjean.

mbl.is