Vettel fann fluggírinn

Sebastian Vettel á Ferrari skipti yfir í fluggírinn í síðustu tímatilraun sinni í keppninni um ráspól mexíkóska kappakstursins. Fram að því hafði hann verið með annan og þriðja besta tímann en herti hraðan svo um munaði í lokin og hreppti ráspólinn.

Fram að lokatilrauninni hafði Max Verstappen á Red Bull ekið manna hraðast en hann varð svo í öðru sæti, 86 þúsundustu úr sekúndu á eftir Vettel. Ráspóllinn er sá fimmtugasti sem hann vinnur á ferlinum í formúlu-1.

Lewis Hamilton á Mercedes varð að sætta sig við einungis þriðja besta tímann, aðeins 24 þúsundustu úr sekúndu á liðsfélaga sínum Valtteri  Bottas. Landi hans Kimi Räikkönen á hreppti síðan fimmta rásstað.

Ungi Frakkinn Esteban Ocon á Force India gerði sér lítið fyrir og vatt sér upp í sjötta sæti, næst á undan Daniel Ricciardo á Red Bull og Renaultmönnunum Nico Hülkenberg og Carlos Sainz. Heimamaðurinn Sergio Perez á Force India varð svo tíundi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert