Alonso prófar þolakstursbíl

Alonso á ferð á Toyota TS050 þolakstursbílnum í Barein í …
Alonso á ferð á Toyota TS050 þolakstursbílnum í Barein í dag. mbl.is/Toyota

Fernando Alonso spreytti sig í dag á nýrri bílgerð, sem hann hefur ekki ekið áður. Var þar um að ræða Toyota keppnisbíl eins og brúkaður er í sólarhringskappakstrinum í Le Mans.

Aksturinn fór fram í Sakhir-brautinni í Barein en þar lauk vertíð þolkappakstursmanna um helgina. Alls lagði Alonso að baki 115 hringi á LMP1-bílnum.

Fyrir hádegi ók Alonso 37 hringi í átta og níu hringja lotum og mældist sá hraðast 1:43,709 mínútur. Síðdegis hélt hann áfram og bætti sinn besta tíma í 1:43,013 mín.

„Frábær dagur, að prófa LMP1 bíl er áhugavert fyrir sérhvern kappakstursmann því þessir bílar eru dásmlegir að aka. Þeir eru mjög stöðugir aksturinn út í gegn sem er jákvætt. Mig hefur lengi langað til að prófa svona bíl. Það rættist í dag og ég er því ánægður,“ sagði Alonso.

Alonso var 2,7 sekúndum frá besta brautartíma dagsins en han setti Timo Bernhard á Porsche.

Alonso ræðir við tæknimenn í bílskúr Toyota.
Alonso ræðir við tæknimenn í bílskúr Toyota.
Alonso gerir sig líklegan til að hefja aksturinn í Barein.
Alonso gerir sig líklegan til að hefja aksturinn í Barein.
Alonso á ferð á Toyota TS050 þolakstursbílnum í Barein í …
Alonso á ferð á Toyota TS050 þolakstursbílnum í Barein í dag.
Alonso klifrar um borð í Toyota TS050 þolakstursbílnum í Barein …
Alonso klifrar um borð í Toyota TS050 þolakstursbílnum í Barein í dag.
Alonso á ferð á Toyota TS050 þolakstursbílnum í Barein í …
Alonso á ferð á Toyota TS050 þolakstursbílnum í Barein í dag.
Alonso á ferð á Toyota TS050 þolakstursbílnum í Barein í …
Alonso á ferð á Toyota TS050 þolakstursbílnum í Barein í dag.
Alonso á ferð á Toyota TS050 þolakstursbílnum í Barein í …
Alonso á ferð á Toyota TS050 þolakstursbílnum í Barein í dag.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert