Kvyat til Ferrari

Daniil Kvyat (t.v.) var látinn víkja fyrir Max Verstappen hjá …
Daniil Kvyat (t.v.) var látinn víkja fyrir Max Verstappen hjá Red Bull. AFP

Hlaupið hefur á snærið hjá Rússanum Daniil Kvyat sem missti starf ökumanns hjá Red Bull í fyrra. Hefur Ferrari ráðið hann sem þróunarökumann fyrir komandi keppnistíð.

Kvyat verður ökumönnunum Sebastian Vettel og Kimi Räikkönen til halds og trausts. Hann hóf keppni í formúlu-1 árið 2014 hjá Toro Rosso og hækkaði í tign er hann var færður til móðurliðsins Red Bull 2015, eftir að Vettel hafði ákveðið að yfirgefa þann stall og ráða sig til Ferrari.

Eftir aðeins fjögur mót 2016 var Kvyat lækkaður í tign og settur aftur til starfa hjá Toro Rosso. Sæti hans hjá Red Bull tók Max Verstappen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert