Sainz prófaði pabbasportið


Nafnið Carlos Sainz eldri er eitt það frægasta í heimi rallsins en sonur hans og nafni kaus þó heldur að keppa í formúlukappakstri.

Þekkt er að synir reyna að feta í fótspor feðra sinna en Sainz eldri hafði verið svo öflugur og sigursæll, meðal annars tvisvar orðið heimsmeistari, að Sainz eldri ákvað aðfara eigin leiðir í akstursíþróttum.

Hann fékk þó smjörþefinn af ralli er hann ók síðustu sérleiðina í Mónakórallinu, 13,58 km, í janúarlok. Naut hann aðstoðarökumanns sem las jafnharðan upp viðeigandi leiðarnótur.

Ók Sainz Renault Megane R.S sportbíl sem merktur var sem brautarbíll er hann þræddi fjallabrekkur ofan furstadæmisins.

„Þetta var mjög sérstakt fyrir mig. Margsinnis hefur mig langað til að prófa svona nokkuð og er ég þakklátur Renault fyrir tækifærið. Pabbi sagði mér að fara gætilega en ég skemmti mér vel.

Sainz eldri, sem er 55 ára, gerði það gott í hinu þrælerfiða Dakar-ralli. Ók hann til sigurs á Peugeotbíl.

Sainz, sem er 23 ára, fékk sig fluttann til Renault undir lok keppnistíðarinnar í formúlu-1 í fyrrahaust. 

mbl.is