Räikkönen hélt merkinu á lofti

Annan daginn í röð réði Ferrari ferðinni við bílprófanir í Barcelona í dag en  hann var aðeins 39 þúsundustu úr sekúndu frá brautarmetinu sem félagi hans Sebastian Vettel setti í gær.

Er þróunarakstrinum nú lokið í Barcelona og liðin halda þaðan til Melbourne í Ástralíu en þar fer fyrsta mót ársins fram síðar í mánuðium.

Besti hringur Räikkönen mældist 1:17,221 mínútur en aukinheldur ók hann meira í dag en nokkur annar, eða 157 hringi. Alls óku sex ökumenn yfir 100 hringi. 

Eftir vélarskipti um morguninn vegna bilunar í hverfilblára gat Fernando Alonso hjá McLaren loks ekið  seinni part dagsins. Gerði hann sér lítið fyrir og setti annan besta brautartímannn, 1:17,221 mín. Næsti hringur var nokkuð betri og hraðari en topphringur Räikkönen en hann fékk hann ekki taldan með þar sem hann fór innfyrir braut í einni beygjunni. 

Þriðja besta hringinn átti svo Carlos Sainz á Renault (1:18,092) en hann gat líka ekið lítið framan af vegna bilunar. Náði hann aðeins 45 hringjum en Alonso 93.

Annars varð röð ökumanna í sætum fjögur til tólf á lista yfir bestu hringi sem hér segir:

Ricciardo á Red Bull (1:18,327), Romain Grosjean á Haas (1:18,412),
Valtteri Bottas á  Mercedes (1:18,825), Brendon Hartley     á Toro Rosso (1:18,949)
Esteban Ocon á Force India (1:18,967), Charles Leclerc á  Sauber (1:19,118), Sergej Sírotkín á Williams (1:19,189), Lewis Hamilton (1:19,464) og Lance Stroll á Williams (1:19,954)

Flesta hringi ók Grosejan eða 181, því næst Ocon eða 163, Räikkönen 157, þá Hartley 156, Sirotkín 105 og Bottas 104.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert