Þrælöflugur öryggisbíll

Sportbíladeild þýska bílsmiðsins Mercedes AMG hefur framleitt nýjan öryggisbíl til notkunar í formúlu-1. Hefur hann aldrei verið öflugri.

Bíllinn skartar fjögurra lítra V8-vél með tvöfaldri forþjöppu. Afköstin eru 577 hestöfl. Sem og mörg undanfarin ár verður ökumaður hans Bernd Maylander.

„Það er frábært að aka honum, hann er skörinni ofar AMG GT S bílum undanfarinna ár,“ segir Maylander um bílinn sérútbúna, sem hefur fengið tegundarheitið  AM GT R.

„Æskilegast er að þurfa ekki að senda bílinn út í brautina, en kalli aðstæður á það er hann frábærlega útbúinn til að skila því hlutverki vel,“ bætir hann við.

Álíka ógnvekjandi er langbakurinn Mercedes C63S Estate sem verður læknabíll móta. Allir óska þess að hann þurfi aldrei fara af stæði sínu við kappakstursbrautir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert