„Beið eftir að þurrka glottið framan úr þér“

Lewis Hamilton (f. miðju) var ekki lengi að svara háði …
Lewis Hamilton (f. miðju) var ekki lengi að svara háði Sebastian Vettel (t.v.). AFP

Hvöss orðaskipti urðu á milli ökuþóranna Lewis Hamilton og Sebastian Vettel á blaðamannafundi Formúlu 1 í Melbourne í morgun.

Hamilton á Mercedes náði þrusugóðum hring í lokatilraun tímatökunnar og vann með því ráspól ástralska kappakstursins en á eftir honum voru þeir Kimi Räikkön­en og Sebastian Vettel á Ferr­ari.

Ferrari hafði ráðið ferðinni í tveimur fyrstu lotum tímatökunnar og veltu blaðamenn því fyrir sér hverju Hamilton hefði breytt til að eiga jafn góðan lokahring og raun bar vitni. Sá breski kvaðst engu hafa breytt og spurði Vettel hann þá: „hvað varstu eiginlega að gera áður?“

„Bíða eftir að ná góðum hring,“ svaraði Hamilton um leið, „bíða eftir að getað þurrkað glottið framan úr þér.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert