Keppinautar pakki saman og fari

Rosberg (t.h.) mundar míkrófóninn hjá þýsku sjónvarpsstöðinni RTL í Melbourne …
Rosberg (t.h.) mundar míkrófóninn hjá þýsku sjónvarpsstöðinni RTL í Melbourne í dag.

Nico Rosberg stóð nánast á öndinni af undrun yfir lokahring Lewis Hamiltons í tímatökunni í Melbourne. Rosberg er þar þýskum sjónvarpsmönnum til halds og trausts.

Svo fullkominn var hringur Hamiltons og yfirburðir hans á næstu menn, að meira segja gamli liðsfélagi hans gapti.  

Rosberg og Hamilton voru liðsfélagar hjá Mercedes en sá fyrrnefndi hætti keppni eftir að hann vann heimsmeistaratitil ökumanna 2016.

„Þetta var dagur Lewis Hamilton. Upp úr hatti sínu dró hann hringinn á ótrúlega sérstakan máta. Hann negldi hann 100%,“ sagði Rosberg við bresku sjónvarpsstöðina Sky í Melbourne.

„Þegar hann er í þessu formi, þá gætu hinir alveg eins bara pakkað saman og farið heim því engum mun takast að leggja hann að velli,“ bætti Rosberg við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert