„Leiður“ yfir fyrirsjáanlegri keppni

Fernando Alonso hjá McLaren segir það „hryggilegt“ hversu fyrirsjáanleg keppnin í formúlu-1 hefur verið. Tilefni ummælanna er að nýir eigendur formúlu-1 hefja um helgina viðræður um framtíð íþróttarinnar.

Liberty Media ætlar að kynna framtíðarsýn sína fyrir keppnisliðunum í Barein um helgina, en þar fer annað mót ársins fram á sunnudag. Er þar um að ræða verulega breytta framtíð sem á að hefjast árið 2021.

Meðal breytinga eru tillögur um nýtt kerfi verðlaunafjár, um hámark á útgjöldum liða og breytingar á keppnisbílum og loks nýjar vélareglur. Fyrirfram þykir víst að keppnisliðin verði ekki á einu máli um breytingarnar, ekki síst þau sem sogað hafa nær allt verðlaunaféð til sín.

Alonso tjáði sig um fyrirhugaðar breytingar við blaðamenn í Barein. Þar sagði hann fyrst og fremst vilja sjá formúlu-1 bjóða upp á meiri og tvísýnni keppni. Kvaðst hann ósáttur við að úrslitin væru nær alveg ráðin áður en sjálfur kappaksturinn hæfist. Hann kvaðst í dag geta skrifað upp hvernig rásröðin yrði eftir tímatökuna á laugardag og myndi í mesta lagi skjátlast lítillega.  

„Keppnin þarf að vera tvísýnni og harðari, því myndu margir fagna. Þetta ástand hefur verið viðloðandi áður. Ég sá mót frá 1989 eða 1990 í sjónvarpi í síðustu viku. Að frátöldum fyrstu fjórum bílunum voru allir hinir meira en hring á eftir. Samt minnumst við þessa tíma sem gullaldardaga vegna frægra keppenda.

Horfi menn á aðrar bílaformúlur í sjónvarpi, eins og til dæmis kappakstur í IndyCar - systurkeppni formúlu-1 í Bandaríkjunum - blasir við ófyrirsjáanleg lokaröð allt þar til að síðustu 10 hringjunum. Það er meira spennandi að sitja við sjónvarpið við útsendingu frá slíkri keppni.  

mbl.is
L M Stig
1 Úrúgvæ 3 5:0 9
2 Rússland 3 8:4 6
3 Sádi-Arabía 3 2:7 3
4 Egyptaland 3 2:6 0
L M Stig
1 Spánn 3 6:5 5
2 Portúgal 3 5:4 5
3 Íran 3 2:2 4
4 Marokkó 3 2:4 1
L M Stig
1 Frakkland 3 3:1 7
2 Danmörk 3 2:1 5
3 Perú 3 2:2 3
4 Ástralía 3 2:5 1
L M Stig
1 Króatía 3 7:1 9
2 Argentína 3 3:5 4
3 Nígeria 3 3:4 3
4 Ísland 3 2:5 1
L M Stig
1 Brasilía 3 5:1 7
2 Sviss 3 5:4 5
3 Serbía 3 2:4 3
4 Kostaríka 3 2:5 1
L M Stig
1 Svíþjóð 3 5:2 6
2 Mexíkó 3 3:4 6
3 Suður-Kórea 3 3:3 3
4 Þýskaland 3 2:4 3
L M Stig
1 Belgía 3 9:2 9
2 England 3 8:3 6
3 Túnis 3 5:8 3
4 Panama 3 2:11 0
L M Stig
1 Kólumbía 3 5:2 6
2 Japan 3 4:4 4
3 Senegal 3 4:4 4
4 Pólland 3 2:5 3
Sjá alla riðla