Kimi aftur fljótastur

Kimi Räikkönen var fljótastur í gær sem og á lokaæfingunni …
Kimi Räikkönen var fljótastur í gær sem og á lokaæfingunni í dag. AFP

Kimi Räikkönen á Ferrari ók hraðast á þriðju og síðustu æfingu fyrir tímatökuna í Barein. Næsthraðast fór Max Verstappen á Red  Bull og þriðja besta hringinn átti liðsfélagi hans, Daniel Ricciardo.

Lewis Hamilton á Mercedes átti fjórða besta tímann, Sebastian Vettel á Ferrari þann fimmta besta og sjötta besta tímann setti Valtter Bottas hjá Mercedes.

Í sætum sjö til tíu urðu svo Nico Hülkenberg á Renaut, Carlos Sainz á Renault, Pierre Gasly á Toro rosso og Fernando Alonso á McLaren. 

Ökumenn voru annars tregir til þátttöku í æfingunni þar sem tímatakan síðar í dag og kappaksturinn á morgun fara fram við allt aðrar aðstæður. Räikkönen ók einnig hraðast í gær og virðist til alls líklegur. Var hann 0,5 sekúndum fljótari en Verstappen og 0,6 sekúndum á undan Ricciardo. Hamilton var 0,8 sek. á eftir og Bottas 0,9 sek.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert