Vélarvandræði hjá Red Bull

Sebastian Vettel á Ferrari ók langhraðast á lokaæfingunni fyrir tímatökuna í Sjanghæ. Liðsfélagi hans Kimi Räikkönen átti næstbesta hring en var 0,451 sekúndu lengur í förum en Vettel.

Báðir ökumenn Red Bull áttu við vélarvandræði að stríða. Max Verstappen, sem átti fjórða besta tímann, kvartaði undan skorti á afli og sagði bílinn bara hægja á sér þegar hann stappaði bensíngjöfina í botn. Þá neyddist Daniel Ricciardo til að leggja sínum bíl í brautarkanti vegna bilunar í forþjöppu.

Valtteri Bottas hjá Mercedes átti þriðja besta hring æfingarinnar og liðsfélagi hans Lewis Hamilton aðeins þann fimmta besta. Hamilton átti erfitt með að halda sig á brautinni en rásafesta var eigi mikil í ískaldri brautinni eftir að næturlöng rigning hafði þvegið hana hreina af gúmmíi.  

Í sætum sex til tíu urðu sem hér segir - í þessari röð: Kevin Magnussen á Haas, Sergio Perez og Esteban Ocon á Forcce India, Carlos Sainz á Renault og Sergei Sírtokín á Williams. Árangurs Sírotkín kemur á óvart eftir slakan árangur undanfarið.

mbl.is