Hamilton hefur engin svör

Lewis Hamilton strunsar beint inn í bílskúr eftir tímatökuna í ...
Lewis Hamilton strunsar beint inn í bílskúr eftir tímatökuna í Barein. AFP

Lewis Hamilton segist enga skýringu hafa á því hvers vegna honum  hefur vegna svo illa í tímatökum tveggja síðustu míota, í Barein og í Kína. Í seinna mótinu náði hann aðeins fjórða sæti.

Hamilton var efstur á báðum föstudagsæfingunum og náði síðan besta tíma í annarri lotu tímatökunnar af þremur, sem rakið hefur verið til dekkjabragðs Ferrari. Gekk honum illa að hemja bílinn í Sjanghæ og snarsneri honum ítrekað. Raunir hans voru það miklar að hann varð að hætta lokaalögu sína að ráspólnum vegna misheppnaðs tímahrings.

Annað mótið í röð varð liðsfélaginn Valtteri Bottas framar í ráspólskeppninni.

Mercedesstjórinn Toto Wolff sagðist álíta að dekkin væru vandamál silfurörvanna. Hamilton telur að svarið sé flóknara og ekki á tæru. „Bíllinn virkaði ágætlega en ég hef samt ekkert svar við þessu,“ sagði Hamilton í Sjanghæ.

mbl.is