Ekkert minna en met dugði

Sebastian Vettel milli tímatilrauna í bíl sínum.
Sebastian Vettel milli tímatilrauna í bíl sínum. AFP

Sebastian Vettel á Ferrari var í þessu að vinna ráspól kappakstursins í Bakú í Azerbajsan og er það þriðji ráspóll hans í röð. Annar varð Lewis Hamilton á Mercedes og liðsfélagi hans Vallteri Bottas þriðji.

Kimi Räikkönen var á metferð á síðasta hring tímatökunnar og stefndi að því að hrifsa pólinn frá liðsfélaga sínum. Mistök í beygju undir lokin voru dýrkeypt því hann hafnaði í sjötta sæti, á eftir Daniel Ricciardo og Max Verstappen á Red Bull auk fyrrgreindra ökumanna.

Í sætum sjö til tíu urðu - í þessari röð - Esteban Ocon og Sergei Perez á Force India, Nico Hülkenberg og Carlos Sainz á Renault. Lance Stroll og Sergej Sírotkín á Williams urðu í ellefta iog tólfta sæti en í fyrsta sinn á árinu sem Williamsbíll kemst áfram eftir fyrstu lotu af þremur.

Sebastian Vettel (t.v.) og Lewis Hamilton takast í hendur eftir ...
Sebastian Vettel (t.v.) og Lewis Hamilton takast í hendur eftir tímatökuna í Bakú. AFP
Ökumenn á leið í baðar áttir í tímatökunni í Bakú.
Ökumenn á leið í baðar áttir í tímatökunni í Bakú. AFP
Daniel Ricciardo á Red Bull á fleygiferð í Bakú í ...
Daniel Ricciardo á Red Bull á fleygiferð í Bakú í dag. AFP
Fernando Alonso reyndist sannspár um að tímatakan yrði erfið fyrir ...
Fernando Alonso reyndist sannspár um að tímatakan yrði erfið fyrir McLaren vegna ónógs topphraða. AFP
mbl.is