Sírotkín refsað fyrir afdrifaríka ákeyrslu

Sergej Sírotkín færist aftur um þrjú sæti rásmarksins í Barcelona ...
Sergej Sírotkín færist aftur um þrjú sæti rásmarksins í Barcelona og var sviptur tveimur skírteinispunktum. AFP

Nýliðinn Sregej Sírotkín hjá Williams hefur verið dæmdur aftur um þrjú sæti á rásmarki næsta kappakstur fyrir að vera valdur að óþarfa árekstri í annarri beygju kappakstursins í Bakú í dag.

Sírotkín renndi sér inn í bíl Sergio Perez hjá Force India er hann reyndi að vinna sig fram úr Mexíkómanninum. Stangaði hann bíl Perez sem snerist og rakst utan í bíl liðsfélaga hans, Esteban Ocon sem féll úr leik.

Óvenjulegum akstri Sírotkín var ekki lokið því eftir beygjuna fann hann sig eins og í miðri samloku milli Nico Hülkenberg á Renault og Fernando Alonso á McLaren. Leiddu samstuð þeirra í milli til þess að rússneski nýliðinn féll úr leik.

mbl.is