Reynt að auka á framúrakstur

Breytingar á vængjum eia að fjörga keppnina í formúlu-1 á ...
Breytingar á vængjum eia að fjörga keppnina í formúlu-1 á næsta ári. AFP

Bílum formúlu-1 verður talsvert breytt fyrir næsta ár og er tilgangurinn sagður vera sá að auðvelda og  auka á framúrakstur íþróttinni.

Vegna þessa verða framvængir bílanna gerðir einfaldari og ennfremur kælitrektir bremsukerfanna.

Afturvængurinn verður og breikkaður og dýpri til að hafa áhrif á tog bíla sem á eftir koma.

Forsvarsmenn keppnisliðanna hafa allir samþykkt þessar breytingar. Þeir höfnuðu hins vegar tillögum íþróttarinnar um að einfalda hönnun vindskeiða á hliðum bílanna.  

Af hálfu Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FIA) er fullvíst talið að áberandi breytingar verði á keppni á næsta ári með framangreindum breytingum.  Eru það niðurstöður rannsókna sem FIA lét fara fram á ýmsum lausnum.

Breytingin á framvængnum er talin munu draga verulega úr þeirri kviku sem frá bílunum stafar með því vænglagi sem brúkað hefur verið um nokkurra ára skeið. Þeir hafa streymt loftinu út á vængendana og rótað þar upp lofti sem hamlar ökumönnum sem á eftir koma.

mbl.is