Á ráspól þriðja árið í röð

Fagnandi að lokinni keppni um ráspólinn í Barcelona: (f.v.) Valtteri …
Fagnandi að lokinni keppni um ráspólinn í Barcelona: (f.v.) Valtteri Bottas, Lewis Hamilton og Sebastian Vettel. AFP

Lewis Hamilton á Mercedes var í þessu að vinna ráspól spænska kappakstursins í Barcelona, eins og tvö undanfarin ár. Hafði hann afar naumlegan sigur í ráspólskeppninni þvi liðsfélagi hans Valtteri Bottas var aðeins 40 þúsundustu úr sekúndu á eftir.

Það er sjaldgæfur  munur um fyrstu tvö sætina, 0,04, sekúndur

Keppnin um ráspólinn var annars nokkuð jöfn og er munurinn á efstu mönnum, 0,03 sekúndur, gott dæmi um það. Þriðji varð Sebastian Vettel á Ferrari 92 úr þúsundustu á eftir Bottas og fjórði liðsfélagi hans  Kimi Räikkönen 0,3 sekúndum á eftir.

Max Verstappen og Daniel Ricciardo á Red Bull urðu í fimmta og sjötta sæti 0,2 sekúndum á eftir Kimi og á þeim liðsfélögunum munaðí aðeins tveimur þúsundustu úr sekúndu.

Í sætum sjö til tíu - í þessari röð - urðu Kevin Magnussen á Haas, Fernando Alonso á McLAren, Carlos Sainz á Renault og Romain Grosjean á Haas.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert