Ricciardo aftur fljótastur

Daniel Ricciardo á Red Bull ók aftur hraðast á seinni æfingu dagsins í Mónakó. Og eins og í morgun fór félagi hans Max Verstappen næsthraðast.

Besti hringur Ricciardo mældist á 1:11,841 mínútu sem var 0,2 sekúndum betri en besti hringur Verstappen. Þá var Ricciardo sex tíundu úr sekúndu fljótari í förum en þriðji maður, Sebastian Vettel á Ferrari. 

Í sætum fjögur til tíu urðu - í þessari röð - Lewis Hamilton á Mercedes, Kimi Räikkönen á Ferrari, Vatteri Bottas á Mercedes, Nico Hülkenberg á Renault, Stoffel Vandoorne og Fernando Alonso á McLaren og loks Carlos Sainz á Renault, sem var 1,3 sekúndu frá toppsætinu.

Hamilton og Räikkönen voru 0,7 sekúndur frá topptímanum og Bottas 0,8 sekúndum. Bilið í næstu menn var mun meira.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert