„Fáránleg“ fjárupphæð í vegi samnings

Lewis Hamilton sinnir aðdáendum í Mónakó.
Lewis Hamilton sinnir aðdáendum í Mónakó. Ljósmynd/Mercedes

Red Bull stjórinn Christian Horner heldur því fram krafa um „fáránlega hátt kaup“ hafi að undanförnu hindrað endurnýjun samnings Lewis Hamilton hjá Mercedes.

Samningur Hamiltons rennur út í vertíðarlok og hefur í gríni sagst allt eins getað endað sem liðsfélagi helsta keppinautar síns, Sebastian Vettel, hjá Ferrari.

„Ég held að þetta snúist um svo fáránlegar fjárhæðir sem Toto (Woff, liðsstjóri Mercedes) er að glíma við og líklega er það það sem skýrir klípu þá sem þeir Niki (Lauda, stjórnarformann liðsins) eru nú í.

„Hann (Hamilton) lifir fokdýrum lífsstíl. Hann er fjórfaldur heimsmeistari og ég efast um að hann sé ódýr. Ég get svo bara giskað á að þetta hafi eitthvað með tafirnar að gera,“ sagði Horner á blaðamannafundi í Mónakó í gær.

Wolff sat við hlið Horners á fundinum en lét ekki dragast inn í málið. „Menn eru að skiptast talsvert á tölvupóstum um efnisatriði,“ sagði hann. „Ég vil ekki nefna neinar dagsetningar því þá farið þið að spyrja út í þær, af hverju þessu væri ekki lokið. Kannski klárum við málið á einhverjum skemmtilegum kappakstri í framtíðinni, til dæmis á næstu tveimur mánuðum,“ var hið eina sem Wolff vildi segja.

Lewis Hamilton á blaðamannafundi í Mónakó í gær.
Lewis Hamilton á blaðamannafundi í Mónakó í gær. AFP
mbl.is