Aðeins þúsundasti úr sekúndu á milli

Daniel Ricciardo ekur gegnum hárnálarbeygjuna á brautinni þar sem hún …
Daniel Ricciardo ekur gegnum hárnálarbeygjuna á brautinni þar sem hún liggur niður að sjó í Mónakó. AFP

Daniel Ricciardo hafði betur í hörðum slag við liðsfélaga sinn Max Verstappen um hraðasta hring lokaæfingarinnar fyrir tímatökuna er lauk í Mónakó rétt í þessu. Munurinn gat ekki orðið minni, fræðilega eða raunverulega, því aðeins þúsundasti úr sekúndu skildi þá að.

Besti hringur Ricciardo mældist 1:11,786 mínútur og Verstappens 1:11,787 mín. Þriðja besta hringinn átti Sebastian Vettel á Ferrari eða 1:12,023 mín. og munurinn því rúmlega 0,2 úr sekúndu.

Í sætum fjögur til tíu - í þessari röð - urðu Kimi Räikkönen (1:12,142) á Ferrari, Lewis Hamilton (1:12,273) og Valtteri Bottas (1:12,356) á Mercedes, Brendan Hartley (1:12,752) og Pierre Gasly (1:12,761) á Toro Rosso, Carlos Sainz (1:12,850) á Renault og Sergei Sírotkín (1:12,854) á Williams.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert