Fresta nýrri og aflmeiri vél

Nýja Mercedesvélin féll á gæðaprófi þegar átti að grípa til ...
Nýja Mercedesvélin féll á gæðaprófi þegar átti að grípa til hennar. AFP

Mercedes hugðist mæta til leiks í Montreal með nýja og uppfærða vél, en nú hefur því verið frestað vegna gæðamála.

Mercedesstjórinn Toto Wolff tilkynnti fyrir aðeins nokkrum að í bílum liðsins og bílum samstarfsliðanna yrði ný og öflugri vélarútgáfa í Montreal.

Í dag spurðist hins vegar út að því hefur verið frestað fram í næsta kappakstur  að taka hana í notkun. Að sögn þýskra fjölmiðla stóðs vélin ekki gæðakröfur þegar allt  kom til alls. Þess sé hins vegar vænst að vinda megi bráðan bug á því þannig að nýja vélin geti knúið bílana í franska kappakstrinum. 

Þetta eru góðar frétt fyrir Ferrari og ökumennina Sebastian Vettel og Kimi Räikkönen sem verða með nýja og uppfærða vél í hinni orkukrefjandi keppnisbraut í Montreal.

Það verða einnig liðin sem brúka vélar frá Renault og Honda.


mbl.is