Verstappen fljótastur

Max Verstappen á Red Bull ók hring Montrealbrautarinnar hraðast á fyrstu æfingu, en þar fer Kanadakappaksturinn fram á sunnudag.

Aðeins einum tíunda úr sekúndu á eftir voru Lewis Hamilton á Mercedes og  Daniel Ricciardo á Red Bull.

Sebastian Vettel á Ferrari átti fjórða besta hringinn og var innan við 0,3 sekúndum lengur með hringinn en Verstappen.  Finnarnir Valtteri Bottas á Mercedes og Kimi Räikkönen á Ferrari áttu fimmta og sjötta besta hring.

Fernando Alonso gaf liðsmönnum sínum eitthvað til að gleðjast yfir er hann setti sjöunda besta tímann og var innan við 0,6 sekúndum lengur í förum en Verstappen. Liðsfélagi hans Stoffel vandoorne varð níundi eftir að liðið skipti um bílbotn hans á miðri æfingu. Var það fyrirfram ákveðin ráðstöfun. 

Áttunda besta hring átti Carlos Sainz á Renault og þann tíunda besta Pierre Gasly ´æa Toro Rosso.

Ökumenn Williamsliðsins keyrðu full djarft og skullu báðir á öryggisveggjum. Nico Hülkenberg gat ekkert ekið vegna bilunar á hans fyrsta úthring.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert