Þriðja toppsætið í afar jöfnum slag

Max Verstappen á leið til besta tíma á æfingu dagsins.
Max Verstappen á leið til besta tíma á æfingu dagsins. AFP

Eins og á æfingum gærdagsins í Montreal ók Max Verstappen á Red Bull allra manna hraðast á lokaæfingunni fyrir tímatökuna er var að ljúka rétt í þessu. Í öðru og þriðja sæti urðu Ferrarimennirnir Sebastian Vettel og Kimi Räikkönen, aðeins 49 ot 51 þúsundasta úr sekúndu á eftir.

 Svo sem sjá má var slagurinn um toppsætinu á lista fyrir hröðustu hringi harðari og jafnari en nokkru sinni í ár. Í fjórða sæti varð Lewis Hamilton á Mercedes aðeins 0,1 sekúndu á eftir Verstappen og Daniel Ricciardo á Red Bull 0,5 sek. á eftir í fimmta sæti.

Í sætum sex til tíu - í þessari röð - urðu Valtteri Bottas á Mercedes, Sergio Perez á Force India, Nico Hülkenberg á Renault, Romain Grosjean á Haas og Stoffel Vandoorne á McLaren , sem var 1,4 sekúndu lengur með hringinn en Verstappen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert