Vettel á ráspólinn

Sebastian Vettel var í þessu að vinna ráspól kanadíska kappakstursins í Montrea l og er það í fyrsta sinn frá því Michael Schumacher vann pólinn 2004 að Ferrari hefur keppni af fremsta rásstað þar í borg.

Vettel var ósnertanlegur í lokalotu tímatökunnar og varð ekki ógnað svo orð sé á gerandi. Annar varð Valtteri Bottas á Ferrari og þriðji Max Verstappen á Red Bull en hann hafði ekið manna hraðast á æfingunum þremur í gær og dag.

Var þetta fjórði ráspóllinn sem  Vettel vinnur á árinu.

Lewis Hamilton á Mercedes átti í erfiðleikum með taktinn og bremsusvæðin og endaði í fjórða sæti, 0,1 sekúndu á undan Kimi Räikkönen sem klúðraði seinni tímalotu sinni. Hafði hann verið stöðugt í slag um toppsætið en féll niður í það fimma við mistökin í lokatilraun sinni að tíma. 

Í sætum fimm til tíu - í þessari röð - urðu Daniel Ricciardo á Red Bull, Nico Hülkenberg á Renault, Esteban Ocon á Force India, Carlos Sainz á Renault og Sergio Perez á Force India.

mbl.is