Mercedes í tveimur efstu sætum

Lewis Hamilton ók hraðast á fyrstu æfingu austurríska kappakstursins.
Lewis Hamilton ók hraðast á fyrstu æfingu austurríska kappakstursins. AFP

Uppfærðir bílar Mercedes urðu fremstir á fyrstu æfingu keppnishelgarinnar í Spielberg í Austurríki. Lewis Hamilton var rúmlega 0,1 sekúndu fljótari en Valtteri Bottas. Max Verstappen á Red Bull varð þriðji, 0,1 sekúndu á eftir Bottas.

Sebastian Vettel á Ferrari, Daniel Ricciardo á Red  Bull, Kimi Räikkönen á Ferrari, Romain Grosjean á Haas, Esteban Ocon á Force India, Charles Leclerc á Sauber og Pierre Gasly á Toro Rosso urðu í fjórða til tíunda sæti á lista yfir hröðustu  hringi æfingarinnar.

mbl.is