Jafnar óvenjulegt met

Hið óvenjulega við fjórða keppnissigurinn á ferlinum í Spielberg um nýliðna helgi er að Max Verstappen hefur aldrei hafið keppni af ráspól.

Með þessum árangri hefur Verstappen jafnað met í eigu Norður-Írans  Eddie Irvine og Nýsjálendingsins Bruce McLaren. Enginn annar hefur unnið jafn marga mótssigra án þess að hafa hafið keppni af fremsta rásstað.

Það hljómar undarlega að Vestappen skuli ekki hafa unnið pól, ekki síst þegar haft er í huga að hann hefur verið framar liðsfélaganum Daniel Ricciardo í sex af átta mótum sem lokið er í ár.

Til viðbótar þessu hefur einn ökumaður annar unnið fjögur mót;  Bandaríkjamaðurinn Dan Gurney, sem lést á árinu, en hann var upp á sitt besta í lok sjötta áratugarins og byrjun þess sjöunda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert