Löng bið eftir sigri

Räikkönen (t.v.) og Schumacher deildu meti fyrir fjölda hröðustu keppnishringja …
Räikkönen (t.v.) og Schumacher deildu meti fyrir fjölda hröðustu keppnishringja á einni vertíð. Þeim árangri náði Schuamcher 2004 en Räikkönen 2005 og 2008.

Bið Kimi Räikkönen eftir mótssigri í formúlu-1 heldur áfram. Frá síðasta sigri hefur hann klifrað 26 sinnum upp á verðlaunapallinn, síðast með öðru sæti í austurríska kappakstrinum nýliðin sunnudag.

Aðrir ökumenn sem á annað borð hafa klárað í verðlaunasæti hafa ekki þurft að bíða jafn lengi eftir sigri. Hefur Räikkönen staðið 10 sinnum oftar en nokkur annar ökumaður án þess að fagna nýjum sigri.

Liðsfélagi hans Sebastian Vettel varð þriðji í Spielberg og endurheimti forystuna í stigakeppninni  um heimsmeistaratitil ökumanna úr hendi Hamilton. Hefur forystan í titilslagnum skipt um hendur í þremur síðustu mótum í röð. Það hefur ekki gerst frá árinu 2012 er Jenson Button, Fernando Alonso, Hamilton og Vettel skiptust á forystunni í fyrstu fjórum mótum þeirrar keppnistíðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert