Vettel hafði nú betur

Sebastian Vettel er fljótari í förum á Ferrarifáknum en enskum …
Sebastian Vettel er fljótari í förum á Ferrarifáknum en enskum strætisvagni. Leiðir þeirra lágu saman í Silverstone í dag. AFP

Sebastian Vettel á Ferrari setti besta tímann á seinni æfingu dagsins í Silverstone. Í næstu sætum á lista yfir hröðustu hringi urðu Lewis Hamilton og Valtter Bottas á Mercedes og fjórði Kimi Räikkönen á Ferrari.

Í sætum fimm til tíu urðu Daniel Ricciardo á Red Bull, Fernando Alonso á McLaren, Nico Hülkenberg á Renault, Esteban Ocon og Sergio Perez á Force India og Charles Leclerc á Sauber.

Aðeins 18 ökumenn af 20 tóku þátt í æfingunni. Tæknimenn Haas gátu ekki endurbyggt bíl Romain Grosjean nógu snemma til að hann gæti ekið. Þá var æfingin tæplega byrjuð er Max Verstappen hafnaði á brautarvegg og skemmdi bíl sinn talsvert. Þar endaði æfing hans, en Verstappen var á sínum fyrsta fljúgandi hring er óhappið við Luffield-beygju átti sér stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert